Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Fréttir

25. maí 2018

Íbúðamál á Blönduósi

Pistill frá Agnari Loga Eiríkssyni

Það samfélag sem okkur hefur tekist að byggja upp hér í Blönduósbæ er sameign okkar allra. Og öll berum við hvert og eitt ábyrgð á því að bærinn okkar beri gæfu til að þroskast, eflast og vaxa. Fólk vill búa á Blönduósi. Það er helsti styrkur sveitarfélagsins og helsta auðlind sveitarfélagsins eru íbúar þess.

Það er grundvallaratriði að fólk geti búið á Blönduósi. Til að svo megi verða þarf að sækja fram. Þeir sem vilja sitja um kyrrt verða eftir og dragast afturúr.  En breytingar þarf ekki að óttast. Það liggur þó í hlutarins eðli að breytingar eiga sér ekki stað fyrirhafnarlaust og geta kallað á mikla vinnu.  

Það er ekkert launungamál að margir vilja búa í smærri þéttbýliskjörnum en þeir nú gera. Flest fólk vill búa í námunda við óspillta náttúru. Og allir vilja búa við öryggi. Það er engin þjóðsaga að smærri þéttbýliskjarnar eru öruggari en þeir sem stærri eru. 

Þess vegna tel ég húsnæðismál vera lykilatriði til að Blönduósbær geti vaxið. Við getum ekki beðið aðgerðarlaus. Blönduósbær á að beita sér fyrir nýbyggingum á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið á að byggja upp, helst með öðrum fjárfestum, fasteignafélag eða leigufélag sem byggir íbúðir á leigumarkað. Þetta félag verður að vera með lágmarks arðsemiskröfu til að halda leiguverði sanngjörnu. Vissulega má skoða möguleika á að selja einhverjar íbúðir eða jafnvel setja íbúðir í leigu með forkaupsrétti. Ef við sem sveitarfélag ætlum að taka á móti nýjum íbúum þurfum við að geta boðið upp á leiguhúsnæði fyrir alla.

Agnar Logi Eiríksson

6. sæti Óslistans á Blönduósi

 

Betri Blönduós

Fréttir

Íbúðamál á Blönduósi

Pistill frá Agnari Loga Eiríkssyni

Það samfélag sem okkur hefur tekist að byggja upp hér í Blönduósbæ er sameign okkar allra. Og öll berum við hvert og eitt ábyrgð á því að bærinn okkar beri gæfu til að þroskast, eflast og vaxa. Fólk vill búa á Blönduósi. Það er helsti styrkur sveitarfélagsins og helsta auðlind sveitarfélagsins eru íbúar þess.

Það er grundvallaratriði að fólk geti búið á Blönduósi. Til að svo megi verða þarf að sækja fram. Þeir sem vilja sitja um kyrrt verða eftir og dragast afturúr.  En breytingar þarf ekki að óttast. Það liggur þó í hlutarins eðli að breytingar eiga sér ekki stað fyrirhafnarlaust og geta kallað á mikla vinnu.  

Það er ekkert launungamál að margir vilja búa í smærri þéttbýliskjörnum en þeir nú gera. Flest fólk vill búa í námunda við óspillta náttúru. Og allir vilja búa við öryggi. Það er engin þjóðsaga að smærri þéttbýliskjarnar eru öruggari en þeir sem stærri eru. 

Þess vegna tel ég húsnæðismál vera lykilatriði til að Blönduósbær geti vaxið. Við getum ekki beðið aðgerðarlaus. Blönduósbær á að beita sér fyrir nýbyggingum á íbúðarhúsnæði. Sveitarfélagið á að byggja upp, helst með öðrum fjárfestum, fasteignafélag eða leigufélag sem byggir íbúðir á leigumarkað. Þetta félag verður að vera með lágmarks arðsemiskröfu til að halda leiguverði sanngjörnu. Vissulega má skoða möguleika á að selja einhverjar íbúðir eða jafnvel setja íbúðir í leigu með forkaupsrétti. Ef við sem sveitarfélag ætlum að taka á móti nýjum íbúum þurfum við að geta boðið upp á leiguhúsnæði fyrir alla.

Agnar Logi Eiríksson

6. sæti Óslistans á Blönduósi

 
Prenta Prenta