Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Fréttir

25. maí 2018

Valdið liggur hjá þér

Pistill frá Birnu Ágústsdóttur

Í aðdraganda kosninga er óhjákvæmilegt að leiða hugann að grunnstoðum lýðræðislegs samfélags. Hverjum sitjandi sveitarstjórnarmanni og frambjóðanda til sveitarstjórnar ætti fyrst og fremst að búa í brjósti vilji til að þjónusta íbúa sveitarfélagsins. Hlusta á íbúana, leita til þeirra, miðla upplýsingum og taka ákvarðanir sem endurspegla vilja þeirra og þarfir. Menn kann að greina á um hvernig til tekst, eins og gengur, en slíkur vilji og fyrirætlan ætti ætið að vera drifkraftur sveitarstjórnarmanns. Að sama skapi þarf honum ávallt að vera ljóst hvert hann sækir umboð sitt og hvar valdið raunverulega liggur. Sveitarstjórnarmaður er nefnilega aldrei við völd, hann er aðeins kjörinn fulltrúi raunverulegra valdhafa; íbúanna. Hann hefur einungis fengið umboð þeirra, tímabundið til fjögurra ára í senn, til að framkvæma valdið.

Þessu umboði fylgir ábyrgð og verður ávallt að meðhöndla það af virðingu og auðmýkt. Vissulega kemur hann til með að þurfa að taka afstöðu í erfiðum málum, málum þar sem menn hafa skipað sér í fylkingar og ógjörningur er að þóknast vilja allra. Slík mál þarf hann að nálgast af mikilli varfærni, kynna sér öll sjónarmið áður en afstaða er tekin og geta í kjölfarið rökstutt afstöðu sína með vísan til hagsmuna samfélagsins í heild til lengri tíma litið. Sveitarstjórnarmaður mun aldrei hafa öll réttu svörin á reiðum höndum, hann mun jafnvel gera mistök og sæta gagnrýni. Hann þarf að geta gengist við mistökum sínum og nýtt gagnrýni í eigin garð á jákvæðan hátt, sem eldsneyti til betri verka í þágu samfélagsins.

Endurnýjun umboðs frá íbúum ræðst af því hvernig þeim þykir hafa tekist til á líðandi kjörtímabili. Sveitarstjórnarmaður ætti sannarlega að fagna endurnýjuðu umboði en hann ætti aldrei að líta svo á að hann eigi einhvern stól, því þessi stóll er ekki til. Þyki kjósendum hins vegar tímabært að fela öðrum umboðið ætti hann auðmjúklega að fagna hinu lýðræðislega ferli sem gerir þeim það kleift og ganga keikur frá borði. Af honum verður ekki tekið það sem hann hefur gert í þágu samfélagsins þann tíma sem hann hefur setið. Hans vilji var ætíð að þjóna.

Fái ég umboð ykkar, kjósendur góðir, er það hugsjón mín að verða sá sveitarstjórnarmaður sem ég lýsi hér að framan. Ég sækist ekki eftir völdum, ég sækist eftir því að þjóna hagsmunum sveitarfélagsins og valdefla íbúa þess. Hjá þeim liggur nefnilega hið raunverulega vald í lýðræðislegu samfélagi.

Megið þið öll eiga ánægjulegan kjördag!

Birna Ágústsdóttir, 3. sæti Óslistans

 

Betri Blönduós

Fréttir

Valdið liggur hjá þér

Pistill frá Birnu Ágústsdóttur

Í aðdraganda kosninga er óhjákvæmilegt að leiða hugann að grunnstoðum lýðræðislegs samfélags. Hverjum sitjandi sveitarstjórnarmanni og frambjóðanda til sveitarstjórnar ætti fyrst og fremst að búa í brjósti vilji til að þjónusta íbúa sveitarfélagsins. Hlusta á íbúana, leita til þeirra, miðla upplýsingum og taka ákvarðanir sem endurspegla vilja þeirra og þarfir. Menn kann að greina á um hvernig til tekst, eins og gengur, en slíkur vilji og fyrirætlan ætti ætið að vera drifkraftur sveitarstjórnarmanns. Að sama skapi þarf honum ávallt að vera ljóst hvert hann sækir umboð sitt og hvar valdið raunverulega liggur. Sveitarstjórnarmaður er nefnilega aldrei við völd, hann er aðeins kjörinn fulltrúi raunverulegra valdhafa; íbúanna. Hann hefur einungis fengið umboð þeirra, tímabundið til fjögurra ára í senn, til að framkvæma valdið.

Þessu umboði fylgir ábyrgð og verður ávallt að meðhöndla það af virðingu og auðmýkt. Vissulega kemur hann til með að þurfa að taka afstöðu í erfiðum málum, málum þar sem menn hafa skipað sér í fylkingar og ógjörningur er að þóknast vilja allra. Slík mál þarf hann að nálgast af mikilli varfærni, kynna sér öll sjónarmið áður en afstaða er tekin og geta í kjölfarið rökstutt afstöðu sína með vísan til hagsmuna samfélagsins í heild til lengri tíma litið. Sveitarstjórnarmaður mun aldrei hafa öll réttu svörin á reiðum höndum, hann mun jafnvel gera mistök og sæta gagnrýni. Hann þarf að geta gengist við mistökum sínum og nýtt gagnrýni í eigin garð á jákvæðan hátt, sem eldsneyti til betri verka í þágu samfélagsins.

Endurnýjun umboðs frá íbúum ræðst af því hvernig þeim þykir hafa tekist til á líðandi kjörtímabili. Sveitarstjórnarmaður ætti sannarlega að fagna endurnýjuðu umboði en hann ætti aldrei að líta svo á að hann eigi einhvern stól, því þessi stóll er ekki til. Þyki kjósendum hins vegar tímabært að fela öðrum umboðið ætti hann auðmjúklega að fagna hinu lýðræðislega ferli sem gerir þeim það kleift og ganga keikur frá borði. Af honum verður ekki tekið það sem hann hefur gert í þágu samfélagsins þann tíma sem hann hefur setið. Hans vilji var ætíð að þjóna.

Fái ég umboð ykkar, kjósendur góðir, er það hugsjón mín að verða sá sveitarstjórnarmaður sem ég lýsi hér að framan. Ég sækist ekki eftir völdum, ég sækist eftir því að þjóna hagsmunum sveitarfélagsins og valdefla íbúa þess. Hjá þeim liggur nefnilega hið raunverulega vald í lýðræðislegu samfélagi.

Megið þið öll eiga ánægjulegan kjördag!

Birna Ágústsdóttir, 3. sæti Óslistans

 
Prenta Prenta