Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

10. sæti

Heimir Hrafn Garðarsson

Heimir Hrafn Garðarsson skipar 10. sæti Óslistans. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík sonur Garðars Skaptasonar og Lilju Hauksdóttur. 
Heimir lærði málaraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík en flutti fljótlega norður í sæluna þegar kom að hreiðurgerð. Kona Heimis er Marit van Schravendijk og saman eiga þau börnin Ými 7 ára og Emblu 1 árs.

Áhugamál Heimis snúa mörg að íþróttaiðkun og æskulýðsstörfum. Hann er iðinn við lóðin og tekur nokkuð létt 130 kg í bekk en stefnir ótrauður á 160 kg fyrir haustið. Fótboltinn er líka ofarlega hjá okkar manni og lætur hann ekkert stoppa sig nema léleg hné og slitin liðamót. Hann er manna duglegastur að leggja hönd á plóg þegar kemur að íþróttaiðkun barna. Hann er stuðningsmaður númer 1 í flestum flokkum hjá Hvöt og tekur einnig markvissar aukaæfingar fyrir aftan húsið sitt.

Helstu áhersluatriði Heimis í sveitarstjórnarmálum eru atvinnumál og húsnæðismál. Hann fer víða í starfi sínu sem málari og hittir marga. Heimir telur atvinnu vera undistöðu undir stórsókn sem þarf að eiga sér stað í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Blönduósi.

 

Betri Blönduós

10. sæti

Heimir Hrafn Garðarsson

Heimir Hrafn Garðarsson skipar 10. sæti Óslistans. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík sonur Garðars Skaptasonar og Lilju Hauksdóttur. 
Heimir lærði málaraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík en flutti fljótlega norður í sæluna þegar kom að hreiðurgerð. Kona Heimis er Marit van Schravendijk og saman eiga þau börnin Ými 7 ára og Emblu 1 árs.

Áhugamál Heimis snúa mörg að íþróttaiðkun og æskulýðsstörfum. Hann er iðinn við lóðin og tekur nokkuð létt 130 kg í bekk en stefnir ótrauður á 160 kg fyrir haustið. Fótboltinn er líka ofarlega hjá okkar manni og lætur hann ekkert stoppa sig nema léleg hné og slitin liðamót. Hann er manna duglegastur að leggja hönd á plóg þegar kemur að íþróttaiðkun barna. Hann er stuðningsmaður númer 1 í flestum flokkum hjá Hvöt og tekur einnig markvissar aukaæfingar fyrir aftan húsið sitt.

Helstu áhersluatriði Heimis í sveitarstjórnarmálum eru atvinnumál og húsnæðismál. Hann fer víða í starfi sínu sem málari og hittir marga. Heimir telur atvinnu vera undistöðu undir stórsókn sem þarf að eiga sér stað í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Blönduósi.

 
Prenta Prenta