Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

12. sæti

Magnús Valur Ómarsson

Magnús er fæddur í Reykjavík og er sonur Ómars Bjarna Þorsteinnssonar og Maríu Önnu Löve, 3 ára gamall flutti Magnús Valur á Blönduós í varanlegt fóstur til Ingva Þórs Guðjónssonar og Sigríðar Berglindar Baldursdóttur. Eftir nám í grunnskólanum á Blönduósi fór Maggi í framhaldsnám að Laugum í Reykjadal og á Sauðárkrók í FNV auk þess að hafa farið til Bólivíu sem skiptinemi í eitt ár.
Magnús er giftur Ragnheiði Blöndal Benediktsdóttur og eiga þau tvo drengi þá Benedikt Þór og Þröst Má. 
Maggi og Ragnheiður bjuggu um tíma í Reykjavík en taugarnar heim á Blönduós voru sterkar hvar stór hluti fjölskyldu þeirra beggja bjó og fluttu þau heim árið 2008 með allt sitt hafurtask, störtuðu rekstri og komu sér fyrir. Hún leiðbeinandi á leikskóla og síðar stuðningsfulltrúi og hann vitanlega málari.

Málaraiðnin hefur alltaf heillað Magnús og fór hann í Iðnskólann þar sem hann lauk sveinsprófi á vormánuðum 2007 og stofnaði fyrirtæki sitt Maggi Málari sem hann hefur rekið síðan og haft að jafnaði nokkra starfsmenn á ári hverju.
Eftir að hafa starfað sem málari í fjölmörg ár skráði hann sig til náms í FNV þar sem hann svo útskrifaðist sem meistari í málaraiðn árið 2012. 
Magga finnst gott að búa á Blönduósi og þrífst vel í litlu samfélagi þar sem ákveðni hans og drifkraftur fær að blómstra.

Maggi er mikill íþróttamaður og hefur áhuga á nær öllum íþróttagreinum, það sýndi sig Kanski best þegar hann ásamt vinum og vandamönnum stofnuðu júdófélagið Pardus sem hefur starfað nú í nokkur ár við góðan orðstýr. Magnús starfaði þar sem formaður lengst af og rak það sem sitt eigið heimili enda bæði hann og synir hans tveir miklir júdógarpar.

Segja má að Maggi sé hálfgert “nörd” þegar kemur að sögu landa og þjóða og á það til að sökkva sér á bólakaf í þau málefni sem hug hans eiga í það og það skiptið og getur ef þannig ber undir rakið stjórnmálasögur þriðja heimsins sjálfum sér og öðrum til gamans. Maggi var ekkert endilega á þeim buxunum að blanda sér í bæjarmálin en hann hreifst mjög af hugmyndafræðinni er var kynnt honum og hugsuð utan um starf Óslistaframboðsins.
Hann hefur alltaf verið óhræddur við að segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar og finnst fátt eitt skemmtilegra en að taka þátt í rökræðum við samferðamenn sína, vini og kunningja.
Maggi er og hefur verið áhugamaður um brunavarnir og skipulagsmál og mun vafalítið geta beitt sér í vinnunni sem framkvæmd verður eftir kosningar.

 

Betri Blönduós

12. sæti

Magnús Valur Ómarsson

Magnús er fæddur í Reykjavík og er sonur Ómars Bjarna Þorsteinnssonar og Maríu Önnu Löve, 3 ára gamall flutti Magnús Valur á Blönduós í varanlegt fóstur til Ingva Þórs Guðjónssonar og Sigríðar Berglindar Baldursdóttur. Eftir nám í grunnskólanum á Blönduósi fór Maggi í framhaldsnám að Laugum í Reykjadal og á Sauðárkrók í FNV auk þess að hafa farið til Bólivíu sem skiptinemi í eitt ár.
Magnús er giftur Ragnheiði Blöndal Benediktsdóttur og eiga þau tvo drengi þá Benedikt Þór og Þröst Má. 
Maggi og Ragnheiður bjuggu um tíma í Reykjavík en taugarnar heim á Blönduós voru sterkar hvar stór hluti fjölskyldu þeirra beggja bjó og fluttu þau heim árið 2008 með allt sitt hafurtask, störtuðu rekstri og komu sér fyrir. Hún leiðbeinandi á leikskóla og síðar stuðningsfulltrúi og hann vitanlega málari.

Málaraiðnin hefur alltaf heillað Magnús og fór hann í Iðnskólann þar sem hann lauk sveinsprófi á vormánuðum 2007 og stofnaði fyrirtæki sitt Maggi Málari sem hann hefur rekið síðan og haft að jafnaði nokkra starfsmenn á ári hverju.
Eftir að hafa starfað sem málari í fjölmörg ár skráði hann sig til náms í FNV þar sem hann svo útskrifaðist sem meistari í málaraiðn árið 2012. 
Magga finnst gott að búa á Blönduósi og þrífst vel í litlu samfélagi þar sem ákveðni hans og drifkraftur fær að blómstra.

Maggi er mikill íþróttamaður og hefur áhuga á nær öllum íþróttagreinum, það sýndi sig Kanski best þegar hann ásamt vinum og vandamönnum stofnuðu júdófélagið Pardus sem hefur starfað nú í nokkur ár við góðan orðstýr. Magnús starfaði þar sem formaður lengst af og rak það sem sitt eigið heimili enda bæði hann og synir hans tveir miklir júdógarpar.

Segja má að Maggi sé hálfgert “nörd” þegar kemur að sögu landa og þjóða og á það til að sökkva sér á bólakaf í þau málefni sem hug hans eiga í það og það skiptið og getur ef þannig ber undir rakið stjórnmálasögur þriðja heimsins sjálfum sér og öðrum til gamans. Maggi var ekkert endilega á þeim buxunum að blanda sér í bæjarmálin en hann hreifst mjög af hugmyndafræðinni er var kynnt honum og hugsuð utan um starf Óslistaframboðsins.
Hann hefur alltaf verið óhræddur við að segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar og finnst fátt eitt skemmtilegra en að taka þátt í rökræðum við samferðamenn sína, vini og kunningja.
Maggi er og hefur verið áhugamaður um brunavarnir og skipulagsmál og mun vafalítið geta beitt sér í vinnunni sem framkvæmd verður eftir kosningar.

 
Prenta Prenta