Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Atvinnulífið

Við hjá Óslistanum teljum atvinnulífið vera hornstein samfélagsins. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er jafnframt lykillinn að því að samfélag geti vaxið og dafnað. Því viljum við standa vörð um og styðja vöxt þess atvinnurekstrar sem fyrir er ásamt því að leita leiða til að laða að ný fyrirtæki og styðja þá sem hyggjast hefja hér starfsemi. Sóknarfærin eru fjölmörg en dug og þor einstaklinga eða fyrirtækja þarf til að þau verði nýtt sem skyldi. Sveitarfélagið þarf að vera ötull stuðningsmaður slíkra umsvifa en standa þeim ekki í vegi.

Til að stuðla að því að svo megi verða viljum við leggja áherslu á eftirfarandi í málaflokkum atvinnulífsins:

Atvinnumál

Landbúnaður

Ferðaþjónusta

 

Betri Blönduós

Atvinnulífið

Við hjá Óslistanum teljum atvinnulífið vera hornstein samfélagsins. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er jafnframt lykillinn að því að samfélag geti vaxið og dafnað. Því viljum við standa vörð um og styðja vöxt þess atvinnurekstrar sem fyrir er ásamt því að leita leiða til að laða að ný fyrirtæki og styðja þá sem hyggjast hefja hér starfsemi. Sóknarfærin eru fjölmörg en dug og þor einstaklinga eða fyrirtækja þarf til að þau verði nýtt sem skyldi. Sveitarfélagið þarf að vera ötull stuðningsmaður slíkra umsvifa en standa þeim ekki í vegi.

Til að stuðla að því að svo megi verða viljum við leggja áherslu á eftirfarandi í málaflokkum atvinnulífsins:

Atvinnumál

 • beita okkur fyrir því að orka frá Blönduvirkjun verði nýtt í starfsemi innan héraðs.
 • vinna að sameiginlegri framtíðarsýn í atvinnumálum með atvinnurekendum í sveitarfélaginu.
 • vera í reglulegum samskiptum við stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem og einstaklinga í atvinnurekstri.
 • efla samstarf sveitarfélaga á svæðinu í atvinnumálum.
 • leita leiða til að kynna sveitarfélagið sem álitlegan kost til reksturs atvinnustarfsemi.
 • að stefnubreyting verði í málefnum byggðakvóta.
 • styðja við nýsköpun og einstaklingsframtak í atvinnumálum.

Landbúnaður

 • viðhalda góðu samstarfi við bændur í sambandi við afréttargirðingar og viðhald mannvirkja í dreifbýli.
 • tryggja að starfsumhverfi landbúnaðar í dreifbýli Blönduósbæjar sé ekki lakara en gengur og gerist í dreifbýlum nágrannasveitarfélögum.
 • standa vörð um hefðbundnar búgreinar sem eru grundvöllur byggðar í dreifbýli sveitarfélagsins.
 • styðja við nýjar búgreinar og nýsköpun í landbúnaði þannig að dreifbýlið og þar með sveitarfélagið allt megi eflast enn frekar.

Ferðaþjónusta

 • styðja við og tryggja gott samstarf við ferðaþjónustuaðila innan sveitarfélagsins.
 • styðja og styrkja rekstur Ferðamálafélags A-Hún, er stuðlar að samvinnu meðal aðila í ferðaþjónustu, með það að markmiði að upplýsa ferðamenn betur um alla þá þjónustu sem í boði er á Blönduósi.
 • standa betur að markaðssetningu svæðisins í samráði við hagsmunaaðila, þannig að ferðaþjónusta megi festast í sessi sem öflugur atvinnuvegur innan sveitarfélagsins.
 • stuðla að því að ferðamenn staldri lengur við í sveitarfélaginu, t.d. með kynningarátaki í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu.
 
Prenta Prenta