Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Fjármál og stjórnsýsla

Sýn okkar á Óslistanum er sú að stjórnsýslan eigi að vera opin, sýnileg og gagnvirk. Algjört grundvallaratriði er að vinnubrögð innan stjórnsýslunnar séu ábyrg, fagleg og í samræmi við lögboðna ferla en hverja ákvörðun á að vera unnt að rökstyðja með vísan til hagsmuna samfélagsins í heild.

Við viljum tryggja ábyrga fjármálastjórn og góða stjórnsýslu innan sveitarfélagsins og leggjum í því sambandi m.a. áherslu á að:

 

Betri Blönduós

Fjármál og stjórnsýsla

Sýn okkar á Óslistanum er sú að stjórnsýslan eigi að vera opin, sýnileg og gagnvirk. Algjört grundvallaratriði er að vinnubrögð innan stjórnsýslunnar séu ábyrg, fagleg og í samræmi við lögboðna ferla en hverja ákvörðun á að vera unnt að rökstyðja með vísan til hagsmuna samfélagsins í heild.

Við viljum tryggja ábyrga fjármálastjórn og góða stjórnsýslu innan sveitarfélagsins og leggjum í því sambandi m.a. áherslu á að:

  • farið verði með fjármuni sveitarfélagsins af ábyrgð og stöðugleika í rekstri viðhaldið.
  • íbúalýðræði verði eflt og upplýsingaflæði til íbúa aukið, t.d. með ítarlegri fundargerðum og föstum viðtalstímum sveitarstjórnarfulltrúa.
  • rekstur og aðkoma sveitarfélagsins að byggðasamlögum verði endurskoðuð.
  • verklagsreglur verði settar um stærri fjárfestingar og framkvæmdir sveitarfélagsins.
  • farið verði yfir þjónustusamninga við einkaaðila með samræmingu þeirra í huga.
  • allar stöður sem losna innan sveitarfélagsins verði auglýstar, þ.m.t. staða sveitarstjóra.
  • innkaupareglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar.
  • undirbúningi að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verði haldið áfram.
 
Prenta Prenta