Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Umhverfis- og skipulagsmál

Mikilvægt er að huga að ásýnd sveitarfélagsins og skipulagi þess til lengri tíma litið. Sátt þarf að ríkja að þessu leyti og nauðsynlegt að hlustað sé á raddir íbúa og hagsmunaaðila, ekki síst áður en ákvarðanir eru teknar um málefni sem geta varðað þá verulega.

Við teljum þörf á því að koma umhverfis- og skipulagsmálum innan sveitarfélagsins í betra horf og leggjum áherslu á að:

 

Betri Blönduós

Umhverfis- og skipulagsmál

Mikilvægt er að huga að ásýnd sveitarfélagsins og skipulagi þess til lengri tíma litið. Sátt þarf að ríkja að þessu leyti og nauðsynlegt að hlustað sé á raddir íbúa og hagsmunaaðila, ekki síst áður en ákvarðanir eru teknar um málefni sem geta varðað þá verulega.

Við teljum þörf á því að koma umhverfis- og skipulagsmálum innan sveitarfélagsins í betra horf og leggjum áherslu á að:

 • deiliskipuleggja gamla bæinn í sátt við íbúa og húseigendur þar.
 • hvetja til byggingaframkvæmda, t.d. með því að endurskipuleggja lóðaframboð og veita afslætti af gatnagerðargjöldum.
 • tengja saman göngustíga innan sveitarfélagsins og merkja gangbrautir betur.
 • endurmeta þörf fyrir hraðahindranir í þéttbýli í samráði við íbúa.
 • yfirfara merkingar í þéttbýli og dreifbýli.
 • fjölga ruslatunnum um bæinn, lagfæra gangstéttar og meta þörf fyrir fleiri bekki.
 • leita lausna í sorphirðumálum, t.d. skoða möguleika á grenndargámum sem alltaf verði opnir íbúum eða bæta aðgengi að gámasvæði.
 • huga vel að götulýsingu í dreifbýli jafnt sem þéttbýli.
 • huga betur að söfnun endurnýtanlegs plastúrgangs frá landbúnaði.
 • skipuleggja og snyrta opin svæði og stuðla að betri ásýnd sveitarfélagsins.
 • skoða möguleika á auknum almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins.
 
Prenta Prenta