Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál

Í nánu sambandi við fræðslu- og uppeldismál standa menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál sem ein af grunnstoðum samfélagsins. Standa þessir málaflokkar hverjum íbúa nærri, ekki aðeins ungviðinu heldur jafnframt þeim sem eldri eru. Sveitarfélag ætti ávallt að styðja ríkulega við bakið á fjölbreyttu menningar-, íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðla með því að bættri lýðheilsu, andlegri sem líkamlegri.

Við viljum efla slíkt starf með því að:

 

Betri Blönduós

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál

Í nánu sambandi við fræðslu- og uppeldismál standa menningar-, íþrótta- og æskulýðsmál sem ein af grunnstoðum samfélagsins. Standa þessir málaflokkar hverjum íbúa nærri, ekki aðeins ungviðinu heldur jafnframt þeim sem eldri eru. Sveitarfélag ætti ávallt að styðja ríkulega við bakið á fjölbreyttu menningar-, íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðla með því að bættri lýðheilsu, andlegri sem líkamlegri.

Við viljum efla slíkt starf með því að:

 • virkja menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd sveitarfélagsins.
 • bæta vinnuumhverfi íþróttafélaga á svæðinu.
 • bæta aðstöðu barna og unglinga í félagsmiðstöðinni Skjólinu til muna í góðu samstarfi við hagsmunaaðila.
 • nýta þau sóknartækifæri sem felast í Þekkingarsetri og tengdum stofnunum og stuðla að því að gestum þar fjölgi.
 • styðja við fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf með tilliti til forvarnagildis þess.
 • viðhalda góðu samstarfi við félagasamtök í sveitarfélaginu.
 • stuðla að því að allir íbúar sveitarfélagsins hafi tækifæri til að stunda alhliða heilsurækt og tileinka sér heilbrigða lífshætti.
 • efla tómstundastarf barna á sumrin, með sérstakri áherslu á aldurshópinn 9-13 ára.
 • styðja við einstaklinga og félagasamtök sem sinna lýðheilsustarfi og forvörnum.
 • setja aukinn kraft í menningar- og íþróttaviðburði í sveitarfélaginu, s.s. Húnavöku, Smábæjaleikana og Hesta og hamingju.
 • styðja við frumkvæði og sköpunarkraft einstaklinga, hópa og félaga.
 • fjölga tækifærum fatlaðra til þátttöku í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi.
 
Prenta Prenta