Fyrri mynd
Næsta mynd
Óslistinn
Óslistinn
Open Menu Close Menu
 

Málefni aldraðra og heilbrigðismál

Eitt grundvallarskilyrða fyrir búsetuvali er viðunandi heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu. Er þar um að ræða málaflokk sem sveitarfélög hafa aðeins óbeina aðkomu að en að sama skapi er brýnt að þau beiti sér staðfastlega í því gagnvart stjórnvöldum að íbúum sé tryggð ásættanleg heilbrigðisþjónusta. Þá ættu sveitarfélög að kappkosta við að auka lífsgæði og heilsu sinna elstu og virtustu borgara, tryggja þeim dægradvöl og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Til að svo megi verða viljum við:

 

Betri Blönduós

Málefni aldraðra og heilbrigðismál

Eitt grundvallarskilyrða fyrir búsetuvali er viðunandi heilbrigðisþjónusta í nærumhverfinu. Er þar um að ræða málaflokk sem sveitarfélög hafa aðeins óbeina aðkomu að en að sama skapi er brýnt að þau beiti sér staðfastlega í því gagnvart stjórnvöldum að íbúum sé tryggð ásættanleg heilbrigðisþjónusta. Þá ættu sveitarfélög að kappkosta við að auka lífsgæði og heilsu sinna elstu og virtustu borgara, tryggja þeim dægradvöl og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Til að svo megi verða viljum við:

  • standa vörð um starfsstöð HSN á Blönduósi
  • stuðla að góðu samstarfi við HSN til að auka heilbrigðisþjónustu á svæðinu
  • auka og efla afþreyingu og þjónustu sveitarfélagsins við aldraða
  • kanna áhuga eldri borgara fyrir auknum opnunartíma félagsstarfs aldraðra og fjölbreyttari afþreyingu þar
  • að sveitarfélagið muni tryggja akstur eldri borgara í félagsstarf svo og dagdvöl aldraðra, komist hún á laggirnar við HSN sem vonir standa til
  • virkja öldungaráð sveitarfélagsins
  • vinna að stefnu í húsnæðismálum aldraðra í samvinnu við önnur sveitarfélög á svæðinu
  • auka lífsgæði með því að bjóða upp á stuðning í tækjasal fyrir 60 ára og eldri, í samstarfi við sjúkraþjálfara og/eða íþróttaþjálfara
 
Prenta Prenta